Opnað hefur verið fyrir skráningu í Lífshlaupið 2011 sem hefst 2. febrúar næst komandi og stendur til og með 22. febrúar. Skráning fer fram inná heimasíðu verkefnisins
  
Skráning hafin í Lífshlaupið 2011
 
Opnað hefur verið fyrir skráningu í Lífshlaupið 2011 sem hefst 2. febrúar næstkomandi og stendur til og með 22. febrúar. Skráning fer fram inná heimasíðu verkefnisins, www.lifshlaupid.is.
Hægt er að skrá sig í:
·         Vinnustaðakeppni, fyrir 16 ára og eldri
·         Hvatningarleik grunnskólanna, fyrir 15 ára og yngri
·         Einstaklingskeppni, opin öllum aldri og er í gangi allt árið.
 
Nánari upplýsingar um fyrirkomulag Lífshlaupsins má nálgast á heimasíðu verkefnisins, www.lifshlaupid.is eða hjá Kristínu Lilju Friðriksdóttur, verkefnisstjóra almenningsíþróttasviðs ÍSÍ, í síma 514 - 4000 eða á netfangið kristin@isi.is.