Sólmyrkvi, afmæli og hamingjudagur

Landsbankinn afmæli
Landsbankinn afmæli

Það var verulega ánægjulegt að byrja vinnudaginn í blíðskaparveðri. Ekki var verra að sólin sást í öllu sínu veldi á degi þar sem hægt var að fylgjast með sólmyrkva að morgni dags. Í Þorlákshöfn líkt og annarsstaðar, setti fólk upp sérstök sólmyrkvagleraugu og brá sér út fyrir að fylgjast með herlegheitunum. 

Það var verulega ánægjulegt að byrja vinnudaginn í blíðskaparveðri. Ekki var verra að sólin sást í öllu sínu veldi á degi þar sem hægt var að fylgjast með sólmyrkva að morgni dags. Í Þorlákshöfn líkt og annarsstaðar, setti fólk upp sérstök sólmyrkvagleraugu og brá sér út fyrir að fylgjast með herlegheitunum. 

Stemningin var sérlega góð í Ráðhúsi Ölfuss þar sem fólk fylgdist með á öllum hæðum inni í húsi en fór líka út að kíkja.  Gleraugun gengu á milli fólks og voru gestir í húsinu ákaflega glaðir að fá að sjá sólmyrkvann.  Von er á miklum gestagangi í ráðhúsinu í dag þar sem Landsbankinn fagnar því að 50 ár eru liðin frá upphafi bankastarfsemi í Þorlákshöfn. Í tilefni dagsins er boðið upp á tertu og súkkulaði, sett hefur verið upp myndasýning og í sýningarskápum má sjá ýmislegt tengt bankastarfseminni í Þorlákshöfn í gegnum árin.

Mikil gleði ríkir í bænum og er það vel því í dag er haldið upp á alþjóðlega hamingjudaginn.

Munum svo að taka þátt í kosningunum sem eru enn í gangi í Ölfusinu :)

Meðfylgjandi myndir voru teknar af menningarfulltrúa

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?