Sorphirða

Gámaþjónustan
Gámaþjónustan

Næsta hreinsun á nýju ári er mánudaginn 5. janúar í Þorlákshöfn og þriðjudag og miðvikudag 6. og 7. janúar er dreifbýlið. 

Ágætu íbúar í dreifbýli og þéttbýli Ölfuss. Á heimasíðu Ölfuss, www.olfus.is er sorpdagatal. Þar getið þið séð á hvaða dögum er hreinsun. Næsta hreinsun á nýju ári er mánudaginn 5. janúar í Þorlákshöfn og þriðjudag og miðvikudag 6. og 7. janúar er dreifbýlið. Síðan 14 dögum síðar, 19. janúar í Þorlákshöfn og 20. og 21. janúar í dreifbýlinu. Verði breyting á þessum föstu dögum sem gæti verið vegna veðurs, þá kemur tilkynning inn á heimasíðuna hjá sveitarfélaginu.

Mikilvægt er að íbúar fylgist með þessum hreinsunardögum og gæti þess að mokað sé frá sorpílátum eða komi þeim nær götu þannig að hægt sé að ná í þau og losa.

Í samþykkt um sorphirðu og hreinsun sorps, segir:

4. gr.
Sorpgeymslur skulu vera aðgengilegar fyrir sorphirðumenn og standa sem næst aðkomu að lóð. Þær skulu staðsettar saman ef um fjölbýlishús er að ræða. Húsráðendur skulu halda tunnum hreinum og hreinsa snjó frá sorpgeymslum á vetrum og halda greiðfærri leið að þeim, svo unnt sé að annast hreinsun.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?