Staða aðstoðarskólastjóra við Tónlistarskóla Árnesinga er laus til umsóknar.

Auglýst er eftir aðstoðarskólastjóra í fullt starf við Tónlistarskóla Árnesinga frá 1. janúar 2018. Stjórnunarhlutfall er um 85%, kennsluskylda 15%.

Að Tónlistarskóla Árnesinga standa öll átta sveitarfélög Árnessýslu og er hann einn stærsti og umsvifamesti tónlistarskóli landsins. Starfsemi skólans fer fram á tólf stöðum í sýslunni. Fjöldi nemenda er um 500 og um 30 kennarar starfa að jafnaði við skólann.

Starfs- og ábyrgðarsvið
Aðstoðarskólastjóri:
-vinnur undir stjórn skólastjóra og er tilbúinn að ganga í verk skólastjóra þegar á þarf að halda.
-ber ábyrgð á vissum þáttum starfsins, en hefur fyrst og fremst umsjón með fjölþættu og krefjandi innra starfi skólans.
-sinnir m.a. launaútreikningi ásamt skólastjóra.
-er tengiliður við ýmsar opinberar stofnanir.
-hefur umsjón með nemendaskrá og kennaraskrá.
-kemur að gerð ársskýrslu.
-sinnir öðrum tilfallandi verkefnum sem skólastjóri felur honum hverju sinni.

Menntun- og hæfnikröfur
Tónlistarmenntun á háskólastigi (kennari 3).
Stjórnunarreynsla æskileg.
Gott vald á almennri tölvu-ritvinnslu.
Kunnátta á Sibelius, DaCapo og Tónalaunum er kostur.
Innsæi í starfsemi tónlistarskóla og þróun tónlistarnáms æskilegt.
Framúrskarandi samskiptahæfni, jákvætt viðmót og þjónustulund.
Fagmennska, metnaður og frumkvæði.
Hugmyndaauðgi og framsýni.
Skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum.
Gott vald á íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti.

Upplýsingar veita Róbert A. Darling skólastjóri og Helga Sighvatsdóttir aðstoðarskólastjóri í síma 482 1717.
Umsóknarfrestur er til og með 23. nóvember 2017.
Umsóknum ber að skila á skirfstofu Tónlistarskóla Árnesinga, Eyravegi 9 Selfossi, eða á netfang skólans tonar@tonar.is

Umsókn þarf að fylgja starfsferilskrá og einnar blaðsíðu kynningarbréf þar sem á kerfisbundinn hátt er gerð grein fyrir því hvernig viðkomandi uppfyllir hæfnikröfur starfsins.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?