Staðfest aðalskipulag 2010-2022

Aðalskipulag staðfest mynd 018
Aðalskipulag staðfest mynd 018

Þann 14. nóvember 2012 funduðu bæjarstjórn og skipulags-, byggingar- og umhverfisnefnd, sameiginlega með ráðgjöfum sem unnu með sveitarfélaginu að endurskoðun Aðalskipulags Ölfuss, 2010-2022. Ráðgjafar voru frá Landmótun sf og Steinsholti sf.

 

Þann 14. nóvember 2012 funduðu bæjarstjórn og skipulags-, byggingar- og umhverfisnefnd, sameiginlega með ráðgjöfum sem unnu með sveitarfélaginu að endurskoðun aðalskipulags Ölfuss, 2010-2022. Ráðgjafar voru frá Landmótun sf og Steinsholti sf.

Það var langur ferill að vinna að endurskoðuninni á aðalskipulaginu sem síðan var staðfest af Skipulagsstofnun 21. september 2012. Stefnumörkun bæjarstjórnar kemur fram í greinargerð og umhverfisskýrslu. Hægt er að skoða endurskoðað aðalskipulag á heimssíðu www.olfus.is undir Aðalskipulag 2010-2022.

Mynd 014. Anna Björg Níelsdóttir formaður skipulags-, byggingar- og skipulagsnefndar, SBU, og ráðgjafar við endurskoðun aðalskipulagsins, Gísli Gíslason og Ásgeir Jónsson frá Steinsholti sf og Óskar Örn Gunnarsson frá Landmótun sf. Á myndina vantar Aðalheiði Kristjánsdóttur frá Landmótun sf.

Mynd 018. Anna Björg Níelsdóttir formaður SBU afhendir bæjarstjóra Ölfuss, Ólafi Erni Ólafssyni staðfest Aðalskipulag Ölfuss, 2010-2022.

Mynd 016 fulltrúar SBU og bæjarstjórnar ásamt ráðgjöfum við endurskoðun aðalskipulagsins.

 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?