Starf húsvarðar, menningarsala Versala, laust til umsóknar.

Sveitarfélagið Ölfus auglýsir laust til umsóknar starf húsvarðar í menningarsölum ráðhússins.  Leitað er að metnaðarfullum og jákvæðum einstaklingi með ríka ábyrgðartilfinningu, auk þess sem viðkomandi þarf að hafa góða umgengni og snyrtimennsku að leiðarljósi í störfum sínum.  Hæfni í mannlegum samskiptum er skilyrði.  Um er að ræða tímabundna ráðningu í 50% starf til reynslu í eitt ár með möguleika á fastráðningu.

Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um starfið.  Ráðgert er að ráða í stöðuna sem allra fyrst.

Helstu verkefni húsvarðar eru að:
-
Sjá um bókanir og í ákveðnum tilvikum, undirbúning og aðstoð við viðburði.
-Annast þrif og ræstingar á húseign, tækjum og lóð.
-Hafa umsjón með húseign, lóð, tækjum og innanstokksmunum.

Menntun, reynsla og hæfniskröfur:
-
Menntun og reynsla sem nýtist í starfi.
-Rík ábyrgðartilfinning og áreiðanleiki.
-Hæfni í mannlegum samskiptum.
-Snyrtimennska.
-Skipulagshæfileikar og festa.

Nánari upplýsingar um starfið veitir markaðs- og menningarfulltrúi, í síma 480-3800.

Áhugasamir um starfið eru vinsamlegast beðnir um að skila inn skriflegri umsókn á bæjarskrifstofu, Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn eða í tölvupósti til markaðs- og menningarfulltrúa, annamargret@olfus.is, eigi síðar en 14. febrúar.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?