Starfsleyfistillaga fyrir hreinsistöð Orku náttúrunnar ohf. við Hellisheiðarvirkjun

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir nýja hreinsistöð Orku náttúrunnar við Hellisheiðarvirkjun. Starfsleyfið heimilar uppsetningu nýrrar og stærri hreinsistöðvar ásamt lögnum til og frá stöðinni Hreinsistöðin kemur til með að hreinsa út 95% CO2 og 99% H2S frá Hellisheiðarvirkjun.

Framkvæmdin er tilkynningarskyld til ákvörðunar um matsskyldu skv. 19. gr. og liðum 3.10 og 3.20 í Viðauka I í lögum nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Rekstraraðili sendi Skipulagsstofnun matsskyldufyrirspurn þann 21. desember 2021. Ákvörðun Skipulagsstofnunar lá fyrir þann 11. mars 2022 og telur stofnunin framkvæmdina ekki líklega til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. þau viðmið sem eru tilgreind í Viðauka II, laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Í umsögn Umhverfisstofnunar við matsskyldufyrirspurn telur Umhverfisstofnun að áhrif framkvæmdarinnar á umhverfið liggi ljós fyrir og að ferli umhverfismats sé í þessu tilfelli ekki til þess fallið að varpa skýrari mynd á áhrif starfseminnar á umhverfið.
Athugasemdir við starfsleyfistillöguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun (ust@ust.is) merkt UST202207-120. Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 11. júlí 2023.
Greinargerð mun fylgja starfsleyfi við útgáfu sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 550/2018.

Tengd skjöl

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?