Stemning á aðventu

Jólaball Leikskólans Bergheima 2010
Jólaball Leikskólans Bergheima 2010
Heilmikið er um að vera hjá öllum á aðventunni og margir leggjast á eitt um að koma í íbúum í sannkallað jólaskap.

Heilmikið er um að vera hjá öllum á aðventunni. Boðið hefur verið upp á fjölda tónleika. Börnin hafa verð að sýna afrakstur úr starfi vetrarins með tónleikum, sýningum og á síðan æft atriði fyrir jólakvöldvöku grunnskólans. Nú má heyra tónlistarnemendur flytja jólalög víðs vegar um bæinn og jólasveinahljómsveitin hefur verið fengin til að spila, m.a. á jólaballi leikskólans.Klukkan 14 í dag munu þverflautunemendur spila jólalög í Ráðhúsinu.

Í Ráðhúsinu hafa lista- og handverksfólk sett upp jólamarkað og á sama stað standa Kiwanismenn að venju vaktina og selja jólatré.

Meðfylgjandi myndir voru teknar í morgun á jólaballi leikskólans og þegar nemendur spiluðu jólalög fyrir framan bókasafnið.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?