Stórglæsilegir nýárstónleikar lúðrasveitarinnar

Frá nýárstónleikum Lúðrasveitar Þorlákshafnar
Frá nýárstónleikum Lúðrasveitar Þorlákshafnar
Síðastliðinn laugardag efndi Lúðrasveit Þorlákshafnar til nýárstónleika í Versölum

Síðastliðinn laugardag efndi Lúðrasveit Þorlákshafnar til nýárstónleika í Versölum, ráðhúsi Ölfuss. Tónleikarnir voru mjög vel sóttir og öll umgjörð þeirra hin glæsilegasta. Þarna bauðst gestum að hlusta á fjölbreytta tónlist; valsa, marsa konserta og ýmis skemmtileg lög.

Fjölmargir einleikarar komu fram með hljómsveitinni, flestir meðlimir í lúðrasveitinni en einnig fiðluleikari. Einnig komu við sögu dansarar, leikarar úr Leikfélagi Ölfuss og glæsilegur kynnir.

Lúðrasveitinni stjórnaði Róbert Darling, sem útsetti einnig nokkkur þeirra laga sem flutt voru. Það er greinilegt að enn er mikill kraftur í lúðrasveitinni sem hefur verið á heilmikilli siglingu síðustu árin. Spennandi verður að fylgjast með framhaldinu og vonandi getum við átt von á nýárstónleikum að ári.

Meðfylgjandi myndir voru teknar á tónleikunum.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?