Stórglæsilegir tónleikar í Þorlákskirkju

Í gærkvöldi héldur tenorsöngvarinn Gunnar Guðbjörnsson og píanóleikarinn Jónas Ingimundarson tónleika í Þorlákskirkju. Á tónleikunum fluttu þeir ýmis sönglög, mest eftir íslensk og skandinavísk tónskáld. Við fyrsta lag ákvað sólin að láta sjá sig og veitti hlýlega birtu í kirkjuna. Tónleikagestir voru stórhrifnir af flutningnum og lauk tónleikunum með þremur aukalögum. Þeir sem misstu af tónleikunum geta huggað sig við það að Jónas kemur aftur til Þorlákshafnar nk. föstudag og spilar nokkur lög við hátíðlega athöfn í Versölum, þar sem ný vefsíða Sveitarfélagsins verður opnuð. Athöfnin hefst klukkan 15:30 og verður boðið upp á kaffi og konfekt.
Tónleikar með Gunnari Guðbjörnssyni og Jónasi Ingimundarsyni í Þorlákskirkju
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?