Stóri plokkdagurinn 25.apríl

Stóri plokkdagurinn verður haldin á Degi umhverfisins laugardaginn 25. apríl næstkomandi.  Í Sveitarfélaginu Ölfusi hafa vaskir íbúar skipulagt plokk í þéttbýlinu og vonumst við til að sem flestir sjái sér fært að taka þátt.  Hægt er að nálgast upplýsingar um plokkið á Facebook síðunni Plokkarar í Þorlákshöfn
 
Sveitarfélagið verður plokkurum innan handar með því að skaffa poka fyrir þá sem þess þurfa og svo munu starfsmenn þjónustumiðstöðvarinnar sjá um að hirða það sem plokkað verður.
 
Að plokka gefur fólki tækifæri til að sameina útiveru og hreyfingu sem og að sýna umhverfinu og samfélaginu kærleik í verki. Það er tilvalið í samkomubanni þar sem auðvelt er að virða tveggja metra regluna. Að plokka fegrar umhverfi okkar og náttúru en víða er mikið af plasti og öðru rusli eftir stormasaman vetur.
 
PLOKKTRIXIN Í BÓKINNI
1. Finna sér svæði til að plokka á og hvetja fjölskylduna til að taka þátt.
2. Stofna viðburð eða tengja sig inn á stofnaðan viðburð.
3. Útvega sér ruslapoka, hanska og plokktöng.
4. Klæða sig eftir aðstæðum.
5. Virða samkomubannið og gæta að tveggja metra reglunni.
6. Koma afrakstrinum á viðeigandi stofnun.
7. Hringja eða senda tölvupóst á sveitarfélagið sitt og láta sækja ef magnið er mikið.
8. Gæta fyllstu varúðar og brýna fyrir börnum að láta nálar og aðra hættulega hluti vera, en tilkynna til foreldra eða umsjónarmanna svo mögulegt sé að fjarlægja þá.
 
Hér er má sjá kort þar sem skipuleggjendur eru búnir að skipta bænum upp í svæði.
 
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?