Stóri plokkdagurinn verður haldinn hátíðlegur helgina 22. - 24. apríl 2022

Í Sveitarfélaginu Ölfusi hafa vaskir íbúar skipulagt plokk í þéttbýlinu og vonumst við til að sem flestir sjái sér fært að taka þátt. Hægt er að nálgast upplýsingar um plokkið á Facebook síðunni Plokkarar í Þorlákshöfn
 
KOMANDI PLOKKHELGI:
  • Gámurinn góði kemur á malarplanið á föstudaginn við Brynjólfsbúð.
    Í hann má allt fara en reynum eftir fremsta megni að flokka í hann. Sem sagt setja timbur sér, járn sér, plastpokana sér og aðra grófa hluti sér. Pössum að létt rusl fjúki ekki.
  • Gámurinn verður tekinn og losaður á mánudaginn.
  • Reynt verður að hafa poka í gámnum sem hægt er að grípa í ef verður leyfir.
  • Það eru til plokktínur í KR til sölu.  Mjög léttar og hægt að brjóta saman.
 

Frekar upplýsingar má sá á "Plokkarar í Ölfusi".

Kort af svæðunum:

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?