Stórleikur í Höfninni í kvöld

thor_fsu2010_vefur1
thor_fsu2010_vefur1

Þór Þorlákshöfn tekur á móti FSu í toppslag 1. deildar karla í körfubolta í kvöld kl. 19:15.

Tvær umferðir hafa verið leiknar í deildinni og eru Þór og FSu taplaus á toppnum. Það er því mikið undir í kvöld en auk stiganna tveggja fylgir sigrinum grobbréttur fram að næsta leik.

Þór Þorlákshöfn tekur á móti FSu í toppslag 1. deildar karla í körfubolta í kvöld kl. 19:15.

Tvær umferðir hafa verið leiknar í deildinni og eru Þór og FSu taplaus á toppnum. Það er því mikið undir í kvöld en auk stiganna tveggja fylgir sigrinum grobbréttur fram að næsta leik.

Richard Field hefur verið óstöðvandi í liði FSu og verður spennandi að sjá hvernig gömlu félögum hans í Þór gengur að stöðva hann. Það verða ekki síður íslensku leikmenn liðanna sem gera leikinn spennandi því fjöldi ungra og upprennandi leikmanna eru í röðum beggja liða.

Græni drekinn, stuðningsmannalið Þórsara, mun fjölmenna á leikinn og víst má telja að stuðningsmenn FSu láti sitt ekki eftir liggja svo búast má við mikilli stemmningu í stúkunni.

(Heimild:  www.sunnlenska)

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?