Stórtónleikar í Versölum í kvöld

Karlakór hreppamanna
Karlakór hreppamanna

Karlakór Hreppamanna, Miklós Dalmay og unglingakór Selfosskirkju halda tónleika af tilefni 200 ára árstíðar Franz Liszt í Þorlákshöfn í kvöld.

Karlakór Hreppamanna, píanóleikarinn Miklós Dalmay og unglingakór Selfosskirkju halda tónleika af tilefni 200 ára árstíðar Franz Liszt í Versölum, Ráðhúsi Ölfuss, í kvöld.

Á efnisskrá eru píanó- og kórverk eftir Franz Liszt auk þess sem þarna verður myndasýning um tónskáldið. Auk ofangreindra verður Arndís Björk Ásgeirsdóttir kynnir á tónleikunum en stjórnandi er Edit Molnár

Tónleikarnir verða kl. 20:00 í kvöld og er miðaverð er 1.500 krónur.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?