Ástæður breytinga
- Núverandi leiðakerfi landsbyggðarvagna er 13 ára gamalt og hefur ekki verið uppfært í takt við uppbyggingu þéttbýliskjarna síðustu ára, sem og þær breytingar sem hafa orðið á íbúa- og byggðamynstri.
- Nýja leiðakerfið sem tekur gildi um áramótin byggir á núverandi kerfi og því um að ræða endurhönnun á eldra leiðakerfinu. Markmiðið með breytingunum er að þróa heildarmynd leiðakerfisins á landsbyggðinni, að þjónusta við vinnu- og skólasóknarsvæða verði sem best, og að þjónusta á milli landshluta sé samræmd.
- Hlutverk landsbyggðarvagna er að framfylgja stefnu stjórnvalda í almenningssamgöngum. Meðal atriða í þeirri stefnu er að tengja saman ferðamáta á láði, lofti og legi. Einnig að landsbyggðarvagnar sinni akstri milli byggðarlaga, en almenningssamgöngur innan einstakra sveitarfélaga eru á þeirra forræði.
- Ein af áherslunum í endurhönnun leiðakerfisins er að tengja landsbyggðarvagna við innanbæjarkerfi þar sem þau eru til staðar. Það er hluti af því að styrkja tengingar vinnu- og skólasóknarsvæði þvert á sveitarfélög.
Næstu skref
- Allar breytingar sem gerðar eru á leiðakerfinu byggja á og eru gerðar í samráði við hagaðila. Til að fylgja breytingunum eftir, og verkefninu í heild, er fyrirhugað að Vegagerðin haldi frekari samráðsfundi með hagaðilum þegar líður á nýjan samning til að ræða áhrif breytinganna.
- Til að kynna breytingarnar hóf Vegagerðin markaðsherferð þann 17. nóvember sl. fyrstu auglýsingar voru í völdum strætóskýlum á SV-horninu og íþróttamannvirkjum á landsbyggðinni. Vegagerðin mun einnig auglýsa í lok nóvember í helstu bæjarmiðlum á landsbyggðinni sem og á samfélagsmiðlum.
- Allar upplýsingar um breytta leiðakerfi er að finna á heimasíðu Strætó bs., straeto.is
Akstursleiðir
Akstursleiðir sem aka á Suðurlandi eru:
|
Leiðanúmer
|
Akstursleið
|
|
51
|
Selfoss – Reykjavík
|
|
52
|
Reykjavík – Vík – Höfn
|
|
53
|
Selfoss – Hvolsvöllur – Landeyjahöfn
|
|
71
|
Þorlákshöfn – Hveragerði
|
|
72
|
Selfoss – Grímsnes – Flúðir – Selfoss
|
|
73
|
Selfoss – Flúðir – Grímsnes – Selfoss
|
Helstu breytingar á Suðurlandi
Leið 51 mun sinna aðeins akstri milli Selfoss og Reykjavíkur, akstur milli Reykjavíkur og Hafnar verður sjálfstæð leið, og ný akstursleið sinnir akstri milli Selfoss og Reykjavíkur, akstur milli Reykjavíkur og Hafnar verður sjálfstæð leið, og ný akstursleið sinnir akstri milli Selfoss, Hvolsvallar og Landeyjahafnar. Með þessu fæst aukin tíðni milli Reykjavíkur og Selfoss og milli Hvolsvallar og Selfoss þar sem þessar leiðir verða nú óháðar leiðinni til Hafnar. Þá verður breyting á akstri til Landeyjahafnar en fyrir farþega sem ferðast frá Reykjavík þarf að taka tvo vagna; Leið 51 milli Reykjavíkur og Selfoss og leið 53 milli Selfoss og Landeyjahafnar. Fjöldi ferða í Landeyjahöfn með tengingu við siglingaáætlun Herjólfs verður óbreyttur, eða tvær ferðir á dag.
- Aukin tíðni á leið 51 milli Selfoss og Reykjavíkur
- Leið 52 ekur Reykjavík – Vík – Höfn
- Ný leið 53 – Aukin þjónusta milli Hvolsvallar, Hellu og Selfoss
- Ferðum á leið 71 fjölgað úr þremur í fimm á virkum dögum og tenging við leið 51 verður bætt.
- Ný gerð hjólagrinda og hægt að ferðast með reiðhjól á öllum leiðum meðan pláss leyfir á hjólagrind.
- Allir vagnar á Suðurlandi verða rafmagnsvagnar, nema vagninn sem ekur Höfn – Vík á leið 52.
Heildarkort
