Strandhátíð frestað fram á næsta ár

Brimbrettaiðkendur og áhugafólk um sjóíþróttir hafa áhuga á að efna til strandhátíðar í Þorlákshöfn þar sem ýmsar sjóíþróttir verða kynntar og boðið upp á námskeið.

Til stóð að halda hátíðina um næstu helgi, en vegna óviðráðanlegra ástæðna hefur verið ákveðið að fresta hátíðinni og halda hana á næsta ári.

Félög, fyrirtæki og einstaklingar verða beðnir um að aðstoða við hátíðina og er vonast til að vel verði tekið á móti brimbrettafólkinu.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?