Ströndin heillar

Katerine Mistral heimsótti bókasafnið í Þorlákshöfn
Katerine Mistral heimsótti bókasafnið í Þorlákshöfn

Sænski ljósmyndarinn Katerina Mistal heimsótti Þorlákhsöfn til að skoða vænlegan myndatökustað fyrir stórt verkefni sem hún vinnur að um þessar mundir

Sænski ljósmyndarinn Katerina Mistal hefur verið hér á landi í boði SIM, Sambands íslenskra myndlistarmanna, til að kynna sér vænlega tökustaði fyrir stórt vekefni sem hún hefur verið að vinna að.  Verkefnið miðar að því að taka mynd af strandlengju á jaðarsvæðum Evrópu, þ.e. á eyjum eða löndum utan meginlandsins.  Myndirnar eru þó ekki einungis landslagsmyndir, því hún hefur fengið börn til að mynda keðju meðfram strandlengjunni, sem gerir myndirnar einstakar.

Katerina hefur þegar gefið út bók með myndum teknum við Miðjarðarhafið og er nú að skoða norður Evrópu.  Menningarfullrúi Ölfuss fór með Katerinu í sandfjöruna við Þorlákshöfn og varð hún hugfangin af landslaginu og tók fallegar myndir.  Hún bindur miklar vonir við að hægt verði að taka mynd í fjörunni hér og gefur sér mánuð í þetta verkefni. Héðan er ferðinni síðan heitið til Grænlands, en einnig mun hún taka myndir í Færeyjum, Noregi og í Svíþjóð.

Meðfylgjandi myndir voru teknir síðastliðinn miðvikudag þegar Katerina heimsótti Þorlákshöfn.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?