Styrkjum úthlutað úr Lista- og  menningarsjóði Ölfuss

   Á fundi menningarnefndar Ölfuss í síðustu viku var úthlutað styrkjum úr Lista- og menningarsjóði. Fimm umsóknir bárust, samanlagt að upphæð 1.285.000 krónur.   Til úthlutunar voru 285.000 krónur.   Ákveðið var að styrkja þrjú verkefni að   upphæð 95.000 krónur hvert.  Um er að ræða nýárstónleika Lúðrasveitar Þorlákshafnar, MA verkefni Ásu Berglindar Hjálmarsdóttur sem ber yfirskriftina "Hefur markviss tónlistariðkun áhrif á líðan eldri borgara?" og uppsetningu Leikfélags Ölfuss á gamanleiknum Himnaríki.
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?