Suðrænir tónar og dans í Versölum í kvöld

Pamela de Sensi
Pamela de Sensi
Á fyrstu tónleikum Tóna við hafið í kvöld verða tangóverk argentínubúans Piazzolla og fleiri suðræn tónverk auk dans

Tónar við hafið - blóðheitar ástríður

Föstudaginn 15. febrúar klukkan 20:30 verður fyrsti menningarviðburður Tóna við hafið á þessu ári.

Yfirskrift þessa viðburðar er Blóðheitar ástríður, en efni tónleikanna eru suðræn tónverk og þá sérstaklega tangóverk argentínubúans Astor Piazzolla, Flytjendur eru þau Pamela de Sensi, flautuleikari og Páll Eyjólfsson, gítarleikari en leikarinn Sigurþór Heimisson segir skemmtilega frá tónverkunum sem þau flytja. Einnig koma fram dansarar sem sýna tango og Suður-Ameríska dansa, en um er að ræða tvenn danspör sem eru á leið til Blackpool á Englandi að taka þátt í danskeppni um páskana.

Ekki missa af sérlega glæsilegum tónleikum þar sem seiðandi tónlist, flott dansspor og skemmtilegar frásagnir gera kvöldið að menningarlegu lostæti.

Miðaverð 1.500 krónur

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?