Suðurland í sókn

Bergid
Bergid
Kynning á Suðurlandi í Ráðhúsi Reykjavíkur

Næstkomandi laugardag býðst almenningi að heimsækja sýningu um Suðurland í Ráðhúsinu í Reykjavík

Laugardaginn 17. mars nk. munu Sunnlendingar annað árið í röð fylkja liði í Ráðhús Reykjavíkur til að kynna það sem efst er á baugi í landshlutanum með sérstakri Suðlandssýningu. Sýningin ber yfirskriftina

Suðurland í sókn

Það er Atvinnuþróunarfélag Suðurland og Markaðsstofa Suðurlands sem standa að þessu verkefni ásamt fjölda annarra þátttakenda s.s. ferðamálafulltrúum, klasaverkefnum, sveitarfélögum, handverkshópum, ferðaþjónustuaðilum af Suðurlandi o.fl.

Suðurland er fjölsóttur staður en með sýningu sem þessari viljum við tefla fram nýjum sjónarhornum og spegla allan fjölbreytileikann á svæðinu.

Með hækkandi sól vaknar ferðaþráin og gerir  tímabært að huga að ferðalögum sumarsins.  Rómuð fegurð, úrval þjónustu og nálægð við höfuðborgarsvæðið og aðra landshluta gerir Suðurland að einstökum áfangastað til hvers kyns útivistar. Nýr Suðurstrandarvegur og  uppbygging vega í Uppsveitum Árnessýslu eykur enn á alla þá möguleika sem fyrir eru, líka utan alfaraleiðar.

Sýningin í Ráðhúsi Reykjavíkur er opin fyrir fagaðila á föstudaginn kemur frá klukkan 17:00-19:00 og almenningi frá klukkan 12:00 til 17:00 á laugardaginn.

Myndin með greininni er tekin á ferð Ferðamálafélags Ölfuss af Sigurði Jónssyni.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?