Sumardagurinn fyrsti í Garðyrkjuskólanum 2017

 Þá er sumarið á næsta leiti.

Það er nemendum og starfsfólki Garðyrkjuskóla Landbúnaðarháskóla Íslands á Reykjum í Ölfusi, sönn ánægja að bjóða þér/ykkur í opið hús á sumardaginn fyrsta.

Skólinn er opinn frá kl. 10 til 17.  Sumarið er komið í garðskálanum og hægt er að heimsækja hitabeltið í bananahúsinu og pottaplöntusafninu. Verkefni nemenda í skrúðgarðyrkju verða til sýnis í verknámshúsinu. Kaffiveitingar og markaðstorg með garðyrkjuafurðir. Ýmiss konar afþreying er í boði fyrir börnin, andlitsmálun, ratleikur og fleira óvænt og skemmtilegt. Kl. 13:15-14:15 verður hátíðardagskrá (sjá neðar) þar sem afhent verða garðyrkjuverðlaun LbhÍ,  Umhverfisverðlaun Hveragerðis og Umhverfisverðlaun Ölfuss.

Hátíðardagskrá á Reykjum í Ölfusi
20. apríl 2017 kl. 13:15—14:15

Fundarstjóri: Björgvin Örn Eggertsson

13:15 – 13:20 Setning – Guðríður Helgadóttir staðarhaldari á Reykjum.

13:20 – 13:40 Garðyrkjuverðlaun 2017- Menntamálaráðherra Kristján Þór Júlíusson

13:40 – 13:50 Tónlistaratriði

13:50 – 14:00 Umhverfisverðlaun Hveragerðis 2017 - Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson

14:00—14:10 Umhverfisverðlaun Ölfuss 2017- Umhverfisráðherra Björt Ólafsdóttir

14:10—14:15 Tónlistaratriði

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?