Sungið á ráðhústorgi

Leikskólabörn syngja á ráðhústorgi
Leikskólabörn syngja á ráðhústorgi

Fallegur söngur leikskólabarna hljómaði á ráðhústorginu í morgun, en þar sungu börnin lagið Meistari Jakob á ýmsum tungumálum.

Yfir 80 börn í leikskólanum Bergheimum mættu á ráðhústorgið í morgun og sungu lagið Meistari Jakob á þeim tungumálum sem börnin í leikskólanum kunna.

Þetta var fríður hópur og nutu foreldrar og fleiri að sjá þennan myndarhóp takast einkar vel upp með öll þessi tungumál.

Myndirnar hér til hliðar voru teknar á ráðhústorginu í dag, en myndirnar er einnig að finna á fésbókarsíðunni:

http://www.facebook.com/album.php?aid=292385&id=136961043748&saved

Í kvöld verður aftur efnt til handavinnukvölds í Hendur í Höfn, Unubakka 10-12.

Þar eru allir velkomnir kl. 20:00

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?