Sveitarfélagið aðili að Markaðsstofu Suðurlands

Ólafur Örn Ólafsson, bæjarstjóri og Davíð Samúelsson, framkvæmdastjóri Markaðsstofunnar undirrita sa…
Ólafur Örn Ólafsson, bæjarstjóri og Davíð Samúelsson, framkvæmdastjóri Markaðsstofunnar undirrita samning

Undirritaður hefur verið samningur milli Sveitarfélagsins Ölfuss og Markaðsstofu Suðurlands um þjónustu stofunnar á sviði ferðamála.

Undirritaður hefur verið samningur milli Sveitarfélagsins Ölfuss og Markaðsstofu Suðurlands. Markaðsstofa Suðurlands hefur í á annað ár unnið að öflugu markaðsstarfi á Suðurlandi með áherslu á að auka atvinnustarfsemi og gjaldeyristekjur á sviði ferðaþjónustu í landshlutanum.

Með aðkomu Sveitarfélagsins Ölfuss eru 14 af 15 sveitarfélögum á starfssvæðinu aðilar að Markaðsstofunni auk margra fyrirtækja. Sveitarfélagið greiðir til Markaðsstofunnar 350 krónur á hvern íbúa í Sveitarfélaginu en á móti vinnur Markaðsstofan að eflingu og vexti ferðaþjónustu, með kynningu og markaðssetningu og með því að aðstoða fyrirtæki og einstaklinga við að auka gæði og þjónustu.

Stjórn Markaðsstofunnar sér ákveðin sóknarfæri í opnun Suðurstrandarvegar og mun leitast við að aðstoða Sveitarfélagið og fyrirtæki sem starfa að ferðaþjónustu við að nýta þau tækifæri sem þá munu bjóðast.

Samningurinn tekur gildi 1. janúar 2011. Á meðfylgjandi mynd sést hvar Ólafur Örn Ólafsson, bæjarstjóri Ölfuss og Davíð Samúelsson, framkvæmdarstjóri Markaðsstofunnar takast í hendur eftir að hafa undirritað samninginn.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?