Sveitarfélagið Ölfus auglýsir eftirfarandi störf:

 Sveitarfélagið Ölfus auglýsir eftirfarandi störf:

Forstöðumaður á heimili fatlaðs fólks – Þorlákshöfn

Leitað er eftir metnaðarfullum og áhugasömum einstaklingi í starf forstöðumanns á heimili fatlaðs fólks.  Á heimilinu er veitt einstaklingsmiðuð aðstoð með áherslu á valdeflingu og sjálfstætt líf.  Um er að ræða 100% starf.

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Faglegt starf og þjónusta við íbúa
 • Daglegur rekstur heimilisins, stjórnun og starfsmannamál
 • Innkaup fyrir heimilið
 • Einkafjármunir íbúa og heimilissjóður samkvæmt umboði
 • Gerð áætlana fyrir heimilið s.s. launa- og fjárhagsáætlanir
 • Fjármál og eftirlit með þeim
 • Meðferð gagna og upplýsinga
 • Að þjónusta og starfsemi sé í samræmi við lög, reglugerðir og samning sameinuðu þjóðanna.

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Þroskaþjálfamenntun og starfsleyfi sem þroskaþjálfi eða önnur sambærileg háskólamenntun sem nýtist í starfi
 • Reynsla af starfi með fötluðu fólki
 • Reynsla af stjórnun og starfsmannamálum æskileg
 • Reynsla af skipulagi starfs á sviði þroskaþjálfunar æskileg
 • Frumkvæði, sjálfstæði og skipulagshæfileikar
 • Góð samskipta- og samstarfshæfni
 • Þjónustulund, góð framkoma og snyrtimennska
 • Þekking á lögum sem snúa að málaflokknum
   

Þroskaþjálfi á heimili fatlaðs fólks – Þorlákshöfn

Óskað er eftir þroskaþjálfa til starfa á heimili fatlaðs fólks.  Starfið felst í persónulegum stuðningi og þátttöku í faglegu starfi á heimilinu. Um er að ræða allt að  100% starfshutfall í vaktavinnu og er starfið laust nú þegar.  Um framtíðarstarf er að ræða.

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Ábyrgð á faglegu starfi í samvinnu við forstöðumann
 • Einstaklingsmiðaður stuðningur við íbúa í þeirra daglega lífi, jafnt innan sem utan heimilis.
 • Samvinna við starfsfólk, aðstandendur og aðra þjónustuaðila.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólamenntun á sviði þroskaþjálfunar.
 • Reynsla og þekking á starfi með fötluðu fólki nauðsynleg.
 • Hæfni í mannlegum samskiptum.
 • Framtakssemi og jákvæðni í starfi.
 • Starfið getur verið andlega og líkamlega krefjandi.

Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag. 

Nánari upplýsingar um starfið eru veittar af Maríu Kristjánsdóttur, forstöðumanni Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings, sími: 483-4000, netfang maria@hveragerði.is

Umsóknum skal skilað til Sveitarfélagsins Ölfus, Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn eða á netfangið maria@hveragerdi.is.  Með umsókn skal skila upplýsingum um nám og starfsferil. 

Öllum umsóknum verður svarað.

Umsóknarfrestur er til 27. júní 2018.

 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?