Sveitarfélagið Ölfus fagnar að sjálfsögðu fjölbreytileikanum.

Sveitarfélagið Ölfus greip boltann á lofti eftir að okkur barst áskorun, frá mætum Þorlákshafnarbúa, um að flagga fána fjölbreytileikans. Við þökkum ábendinguna sem ýtti við okkur að drífa í að verða okkur úti um fána. Ekki var annað hægt en að fá nýja bæjastjórann okkar, Elliða Vignisson, til þess að flagga fánanum og vorum við svo heppin að dóttir Elliða, Bjartey Bríet, var á svæðinu og aðstoðaði pabba sinn. 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?