Sveitarfélagið Ölfus fagnar að sjálfsögðu fjölbreytileikanum

Við í Sveitarfélaginu Ölfusi flöggum í tilefni daganna, fögnum fjölbreytileikanum og minnum okkur á að allar manneskjur eiga rétt á að njóta sömu mannréttinda án tillits til uppruna þeirra, þjóðernis, litarháttar, trúarbragða, stjórnmálaskoðana, kynferðis, kynhneigðar, aldurs, efnahags, ætternis, fötlunar, heilsufars eða annarrar ómálefnalegrar stöðu.

Við hvetjum íbúa til þess að tileinka sér áfram umburðarlindi og að sýna samfélagslega ábyrgð – þannig gerum við samfélagið okkar enn sterkara!

Fallegur er regnbogastígurinn við Ráðhúsið sem málaður var í gærkvöldi undir stjórn Ágústu Ragnarsdóttur.

 

 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?