ÚTBOÐ. Sveitarfélagið Ölfus óskar eftir tilboðum í:

Fráveita – Iðnaðarsvæðið á Hafnarsandi. 

Verkið felur í sér lagningu fráveitulagna frá Iðnaðarsvæðinu á Hafnarsandi, vestan Þorlákshafnar. Leggja skal skólplagnir frá iðnaðarsvæðinu að sjóvarnargarði, steypa skal sveiflubrunn og bora útrás frá sveiflubrunni út í sjó.  Leggja regnvatnsfráveitu í regnvatnsskurð við iðnaðarsvæðið.   Vakinn er athygli á því að þvera þarf Suðurstrandarveg og skal verktaki gera framhjáhlaup fyrir bílaumferð á meðan þverun Suðurstrandavegar stendur yfir.

 

 Helstu magntölur eru:

-             Gröftur á lausu efni                                                 1775 m³

-             Fleygun                                                                       1775 m³

-             Fráveitulagnir                                                           665 m

-             Ídráttarrör                                                                  80 m

 

Verklok eru 15. apríl 2018.

 

Útboðsgögn verða afhent á rafrænu formi frá og með þriðjudeginum 07. nóvember 2018.  Þeir sem hyggjast gera tilboð í verkið skulu hafa samband við Ingibjörgu á skrifstofu Eflu á Suðurlandi í síma 412 6900, eða með tölvupósti í netfangið utbod.sudurland@efla.is og gefa upp nafn, heimilisfang, síma og netfang og fá í kjölfarið útboðsgögnin send í tölvupósti.

Tilboðum skal skila til Eflu verkfræðistofu, Austurvegi 1-5, 800 Selfoss fyrir kl. 11.00 miðvikudaginn 22. nóvember 2017 og verða þau opnuð þar að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

Sjá auglýsingu hér.

Sveitarfélagið Ölfus
Gunnsteinn Ómarsson, bæjarstjóri.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?