Sýningin áhugaverðir staðir í Ölfusi opnuð.

Opnun sýningarinnar áhugaverðir staðir í Ölfusi, á Selvogsbrautinni, í gær 9. ágúst, fór fram í blíðskapaðar veðri. Sýningin samanstendur af ljósmyndum sem Sveitarfélagið Ölfus hefur fengið leyfi til að nota frá ljósmyndurunum sjálfum og ekki hefði þessi hugmynd gengið upp nema vegna aðstoðar frá fjölmörgum aðilum. Þetta er virkilega falleg sýning sem áhugavert er að skoða og hvetjum við alla bæjarbúa til að gefa sér tíma í að rölta Selvogsbrautina og skoða fallegar ljósmyndir af perlum Ölfusins. 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?