Tækniskóli KSÍ

KSÍ
KSÍ
Fulltrúar KSÍ mæta í Þorlákshöfn

Tækniskóli KSÍ er DVD diskur sem KSÍ gefur út í 20.000 eintökum og er færður öllum börnum og unglingum að gjöf sem æfa knattspyrnu og eru 16 ára og yngri.

 

Tækniskóli KSÍ er DVD diskur sem KSÍ gefur út í 20.000 eintökum og er færður öllum börnum og unglingum að gjöf sem æfa knattspyrnu og eru 16 ára og yngri.

Mánudaginn 23. maí mæta fulltrúar frá KSÍ til Þorlákshafnar til að afhenda diskinn.  Allir ikendur Ægis mæta þá í íþróttamiðstöðina til að taka við þessari gjöf.  Gert er ráð fyrir að afhendingin hefjist kl.  19:00. Allir iðkendur eru hvattir til að mæta í Ægisgöllum til að ná góðri hópmynd.  Einnig hvetjum við alla foreldra til að mæta og taka þátt í þessum viðburði.

Eftir afhendinguna bíður Ægir síðan öllum iðkendum og foreldrum uppá grillaðar pylsur og því gott tækifæri  fyrir alla að hittast, spjalla saman og eiga góða kvöldstund.

 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?