Þjóðleikhúsið og Brúðuheimar í Þorlákshöfn

Þjóðleikhúsið og Brúðuheimar hafa ferðast um landið í haust og boðið 5-6 ára börnum upp á sýninguna Sögustund.
Þau komu í Þorlákshöfn í gær, mánudaginn 1. október og voru með sýningu fyrir börn úr Þorlákshöfn og Hveragerði.
Sýningin er brot úr sýningu sem Bernd Ogrodnik, brúðulistamaður hjá Brúðuheimum,  er búinn að ferðast með um allan heim þar sem sýningin hefur verið sýnd í stórum leikhúsum og á virtum leiklistarhátíðum. 
Eftir leiksýninguna bauð leikskólinn Bergheimar og Grunnskólinn í Þorlákshöfn upp á pylsur fyrir krakkana við góðar móttökur.
 
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?