Þorlákshafnarbúi sæmdur heiðurskrossi ÍSÍ og sýning um sunnlenska ólympíufara

Hrafnhildur Guðmundsdóttir, olympíufari
Hrafnhildur Guðmundsdóttir, olympíufari

Sundkonan og Þorlákshafnarbúinn Hrafnhildur Guðmundsdóttir fékk fyrr á árinu afhentan heiðurskross ÍSÍ í sérstöku afmælishófi sem haldið var í Ráðhúsi Reykjavíkur í tilefni af 100 ára afmæli Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands.

Sundkonan og Þorlákshafnarbúinn Hrafnhildur Guðmundsdóttir fékk fyrr á árinu afhentan heiðurskross ÍSÍ í sérstöku afmælishófi sem haldið var í Ráðhúsi Reykjavíkur í tilefni af 100 ára afmæli Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands.

Hrafnhildur er mikil afrekskona í sundi. Hún varð 35-faldur Íslandsmeistari á árunum 1957-1972 og setti á þeim tíma alls 75 Íslandsmet í 22 sundgreinum 5 sundaðferða og eru þá boðsundsmetin ótalin. Hún var langfremsta sundkona landsins á árunum 1962-66 og átti þá öll Íslandsmet kvenna, 18 að tölu, nema í 1500 m.  Hún varð Reykjavíkurmeistari 20 sinnum en hún keppti fyrir ÍR lengst af. Hrafnhildur keppti á Ólympíuleikunum 1964 í Tókýó og 1968 í Mexíkó.

Þegar íþróttaferlinum lauk hóf Hrafnhildur að þjálfa sund, lengst af í Þorlákshöfn. Hún þjálfaði meðal annars börnin sín en fjögur þeirra fetuðu í fótspor móður sinnar og voru meðal fremstu sundmanna landsins. Hún endaði farsælan þjálfaraferil sinn árið 2010 hjá sunddeild Ungmennafélags Selfoss. Hrafnhildur átti sæti í Ólympíunefnd Íslands og hefur auk þess setið í ýmsum nefndum og ráðum á vegum Sundssambands Íslands.

Sýning í Húsinu á Eyrarbakka

Næstkomandi föstudag, þann 18. maí verður opnuð sýning í Húsinu á Eyrarbakka, þar sem vakin er athygli á íþróttafólki í héraði sem náð hefur þeim árangri að taka þátt í Ólympíuleikum. Sýningin er unnin í samvinnu við Héraðssambandið Skarphéðinn og stendur yfir í allt sumar. Á sýningunni er farið yfir feril 15 ólympíufara og meðal þeirra eru þau Hrafnhildur og tvö barna hennar, þau Bryndís og Magnús.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?