Þórsarar spila í „Icelandic Glacial höllinni“

karfan
karfan

Körfuknattleiksdeild Þórs í Þorlákshöfn hefur gert þriggja ára samstarfssamning við Icelandic Water Holdings og er fyrirtækið nú öflugur styrktaraðili úrvalsdeildarliðs Þórs.

Körfuknattleiksdeild Þórs í Þorlákshöfn hefur gert þriggja ára samstarfssamning við Icelandic Water Holdings og er fyrirtækið nú öflugur styrktaraðili úrvalsdeildarliðs Þórs.

Jón Ólafsson og Jóhanna Hjartardóttir undirrituðu samkomulag þess efnis að viðstöddu meistaraflokksliði Þórs í íþróttamiðstöð Þorlákshafnar í gær.

Meistaraflokkur Þórs mun leika í búningum með auglýsingu frá fyrirtækinu og í allri fjölmiðlaumfjöllun og auglýsingum á viðburðum deildarinnar verður íþróttahúsið kallað „Icelandic Glacial höllin“.

Icelandic Water Holdings ehf. er átöppunarverksmiðja fyrir vatn í landi Hlíðarenda í Ölfusi og er í eigu Jóns Ólafssonar.

„Samningur þessi er mjög mikilvægur fyrir deildina og er ætlað að efla samstarf milli fyrirtækisins og Körfuknattleiksdeildar Umf. Þórs og um leið að tryggja öflugt íþróttastarf,“ sagði Jóhanna í samtali við sunnlenska.is.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?