Til hamingju Ölfus!

blauti-sundho?purinn
blauti-sundho?purinn
Til hamingju Ölfus!
Eftir fjórar æsispennandi lestrarvikur eru úrslit ljós í landsleiknum Allir lesa en íbúar í sveitarfélaginu Ölfusi lásu mest allra sveitarfélaga! 

 

Eftir fjórar æsispennandi lestrarvikur eru úrslit ljós í landsleiknum Allir lesa en íbúar í sveitarfélaginu Ölfusi lásu mest allra sveitarfélaga! Börn sveitarfélagsins stóðu sig sérstaklega vel og sigruðu nemendur Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri 30-50 manna skólaflokkinn.

 

Landsleikurinn vakti strax mikla athygli og bættist fjöldi nýrra lesenda í hóp þeirra sem tóku þátt í fyrstu keppninni árið 2014. Á þeim fjórum vikum sem leikurinn stóð skráðu 1.802 einstaklingar í 237 liðum alls lestur upp á um 54.800 klukkustundir, sem samsvarar ríflega sex árum af samfelldum lestri. Alls voru 4.586 nýjar bækur skráðar á vefinn en gagnagrunnur hans vex sífellt og telur nú tæplega 15.000 íslenskar og erlendar bækur.

 

Lestur eftir búsetu

 

Vestmannaeyingar hófu leik af miklu kappi, enda vildu þeir verja sigurinn frá því síðast. Strax í byrjun veittu Blöndósingar Eyjamönnum harða samkeppni en þegar halla fór á seinni hlutann reyndust öflugustu lestrarhesturnir koma frá sveitarfélaginu Ölfus en þar var meðallestur 26 klukkutímar. Eins og í fyrra hafnaði Hveragerði í öðru sæti en Vestmanneyingar fylgdu á eftir í því þriðja. Þaðan komu þó tvö sigurlið, heildarsigurvegarinn Vonarpeningur og lið hjúkrunaheimilisins Hraunbúða þar sem aldursbilið milli yngsta og elsta liðsmanns var hálf öld og meðalaldurinn 82 ár.

 

Lestrardagbókin opin áfram

 

Þótt landsleiknum 2016 sé nú formlega lokið geta allir nýtt sér áfram vefinn allirlesa.is og haldið þar sína persónulegu lestrardagbók. Vefurinn er öllum opinn allt árið um kring og er skemmtileg leið fyrir alla að halda utan um lestrarvenjur sínar. Landsleikur í lestri fer svo aftur fram að ári.

 

 

 

Aðstandendur landsleiksins eru Miðstöð íslenskra bókmennta og Reykjavík Bókmenntaborg.

 

 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?