Tilkynning frá Gámaþjónustunni

Vegna óveðurs og ófærðar í þessari viku tefjumst við í næstu viku. 

Við verðum hjá ykkur í Þorlákshöfn á miðvikudag og fimmtudag að taka rusl og lífrænt.

Á föstudag tökum við blöð og plast. Mögulega byrjum á því eftir hádegi á fimmtudaginn.

Rusl og lífrænt verður tekið á mánudag í dreifbýlinu og blöð og plast á þriðjudag.

Við biðjumst afsökunar á þeim óþægindum sem þetta mögulega veldur.

Gámaþjónustan.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?