Tillaga að starfsleyfi Laxa eignarhaldsfélags ehf. Þorlákshöfn

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir Laxa eignarhaldsfélag ehf. vegna landeldis í Þorlákshöfn. Um er að ræða eldi með allt að 2.500 tonna hámarkslífmassa á hverjum tíma. Laxar Fiskeldi ehf. hefur verið með leyfi til framleiðslu á 500 tonnum á sama stað og er því um stækkun að ræða.

Framkvæmdin fór í umhverfismat og var álit Skipulagsstofnuar birt þann 19. apríl 2021. Niðurstaða matsins var að helstu neikvæðu áhrif aukningarinnar yrðu vegna aukins magns lífrænna efna í frárennsli, áhrif á gunnvatn og ásýndaráhrif. Umhverfisstofnun telur að með þeim kröfum sem gerðar eru á rekstaraðila í tillögunni séu áhrif aukningarinnar takmörkuð er varða aukningu í magni lífrænna efna í frárennsli. Rekstaraðila mun vakta losun efna ásamt því að vakta viðtaka þannig að hægt verður að bregðast við ef vart verður við að losun sé farin að hafa áhrif.

Athugasemdir við starfsleyfistillöguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun ust@ust.is merkt UST2020-202. Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 19. október 2021. Greinargerð mun fylgja starfsleyfi við útgáfu sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 550/2018.

Nánari upplýsingar og fylgiskjöl má sjá á heimasíðu Umhverfisstofnunar Umhverfisstofnun | Tillaga að starfsleyfi Laxa eignarhaldsfélags ehf. Þorlákshöfn (ust.is)

 

 

 

 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?