Tilnefningar til lista- og menningarverðlauna Ölfuss 2020

Bæjarráð auglýsir eftir tilnefningum til lista- og menningarverðlauna Ölfuss. Hægt er að tilnefna einstakling eða hóp sem starfað hefur saman á lista- og/eða menningarsviðinu. 

Tilnefningar skulu rökstuddar og þeim fylgja upplýsingar um viðkomandi einstakling eða hóp. Nafn þess sem tilnefnir þarf að fylgja, svo hægt sé að nálgast nánari upplýsingar sé þess þörf.

Tilnefningar sendist til sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs á netfangið sandradis@olfus.is, í síðasta lagi mánudaginn 28. september 2020.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?