Tímaflakk á kortavefnum

Í dag kom enn ein viðbótin á kortavef sveitarfélagsins, sú þriðja á skömmum tíma. Nú er "tímaflakkið" aðgengilegt þar sem hægt er að bera saman loftmyndir sveitarfélagsins allt aftur til ársins 1999. Þetta gerir maður einfaldlega með því að velja einkennistákn tímaflakksins efst í hægra horni. Skjárinn skiptist þá upp og þú hefur þá val um margar loftmyndir til þess að bera samana. Skiptinguna má draga til á skjánum.

Hér getur verið gaman að bera saman þróun og uppbyggingu bæjarins. Manst þú til dæmis eftir bænum áður en Búðahverfið kom? Íþróttaaðstaðan byggðist verulega upp? Eftir gamla Þorlákshafnarveginum?

Nýlega bættust við teikningar bygginga og mun það safn stækka á næstu misserum, einnig hafa skráðar fornleifar verið færðar inn á kortið. 

Kortavefur

  

 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?