Tímamót í Landsbankanum í Þorlákshöfn

Nú um mánaðarmótin mars / apríl verða tímamót í Landsbankanum í Þorlákshöfn.  Ægir E. Hafberg, sem verið hefur útibússtjóri sl. 20 ár, lætur af störfum, samhliða verður útibúinu breytt í afgreiðslu frá Selfossi.

 Valgerður Guðmundsdóttir sem verið hefur þjónustustjóri útibúsins sl. 35 ár mun veita afgreiðslunni forstöðu og aðrir núverandi starfsmenn starfa áfram í afgreiðslunni. Almenn banka– og póstþjónusta verður óbeytt að mestu en fyrirtækjum verður veitt þjónusta frá Selfossi.

Það er von Landsbankans að breyting þessi hafi sem minnst áhrif á almenn dagleg  bankaviðskipti á svæðinu og starfsfólk mun hér eftir sem hingað til bjóða viðskiptavinum  almenna banka -  og póstþjónustu, eins og verið hefur.

Vegna þessara tímamóta verður boðið uppá  léttar veitingar í útibúinu milli kl. 14:00 og 16:00 föstudaginn 31. mars nk. Landsbankafólkið í Þorlákshöfn hvetur alla til að koma í útibúið, þiggja veitingar og kveðja „gamla“ útibússtjórann. 

                                                                       Starfsfólk Landsbankans í Þorlákshöfn  

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?