Tónar og Trix hefja söngæfingar

Tónar og Trix er söngfélag eldri borgara í Ölfusi.  Áætlað er að hefja söngæfingar  8. október kl 16 undir stjórn Ásu Berglindar.

Félagar í Tónum og Trix eru með þroskaðan meðalaldur.  Þannig að nú sendum við út áskorun til allra sem náð hafa aldri 60 + og langar að prófa að koma.  "Get ekki sungið", er ekki til umræðu.  Það geta allir sungið, við syngjum af gleði, bara fyrir ánægjuna.

F.H stjórnar Tóna og Trix

Júlíus Ingvarsson s:4833053

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?