Tónar við hafið í Þorlákskirkju

Tónlneikar með Kammerkór Suðurlands
Tónlneikar með Kammerkór Suðurlands

Síðustu tónleikar Tóna við hafið á árinu verða haldnir í Þorlákskirkju mánudaginn 28. desember, á afmælisdegi Ingimundar Guðjónssonar heitins, eins af frumbyggjum Þorlákshafnar.

Síðustu tónleikar Tóna við hafið á árinu verða haldnir í Þorlákskirkju mánudaginn 28. desember, á afmælisdegi Ingimundar Guðjónssonar heitins, eins af frumbyggjum Þorlákshafnar.

 Ingimundur var mikill frumkvöðull og menningarfrömuður. Hvatamaður þess að reist væri kirkja á staðnum auk þess sem hann stofnaði og stjórnaði Söngfélagi Þorlákshafnar.

Sonur Ingimundar, píanóleikarinn Jónas Ingimundarson hefur oft aðstoðað við að skipuleggja tónleika og gjarnan spilað sjálfur.
Jónas stendur á bak við desembertónleikana í ár og fær fjölmarga til liðs við sig, m.a. Kammerkór Suðurlands undir stjórn Hilmars Arnars Agnarssonar, Björgu Þórhallsdóttur, söngkona, Mörtu Gunnarsdóttur, sellóleikara og Helgu Bryndísi Magnúsdóttur, píanóleikari.

Einnig flytur Bjarni Harðarson stutt ávarp.  Tónleikarnir sem bera yfirskriftina "Menningarstund í Þorlákskirkju, hefjast klukkan 20:00 í  Þorlákskirkju. Aðgangseyrir er 2.000 krónur.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?