Troðfull kirkja á útgáfutónleikum

Útgáfutónleikar Tóna og Trix
Útgáfutónleikar Tóna og Trix

Það var tárfellt, hrópað og mikið klappað á fyrri útgáfutónleikum Tóna og Trix sem fram fóru í Þorlákskirkju í gær, sunnudaginn 31. maí.  Diskurinn sem hópurinn er að gefa út, er kominn til landsins og gefa tónleikarnir fyrirheit um gott efni.

Það var tárfellt, hrópað og mikið klappað á fyrri útgáfutónleikum Tóna og Trix sem fram fóru í Þorlákskirkju í gær, sunnudaginn 31. maí.  Diskurinn sem hópurinn er að gefa út, er kominn til landsins og gefa tónleikarnir fyrirheit um gott efni.

Setið var þétt á bekkjum kirkjunnar og nutu gestir þess að hlusta á frábæra tónlistarmenn stíga á stokk með Tónum og Trix auk þess sem tónlistarhópurinn söng af krafti. Þarna mátti heyra sérvaldar dægurperlur og frumsamin lög í snilldarflutningi allra viðstaddra. Kristjana Stefánsdóttir tók lag sem Trixarar höfðu samið við upphaf tónlistarsamstarfsins og er óvíst að nokkur gleymi þeim magnaða flutningi í bráð.

Þeir sem ekki komust á tónleikana í Þorlákshöfn geta mætt á seinni útgáfutónleika Tóna og Trix, en þeir fara fram í Gamla Bíói, þriðjudaginn 2. júní. Hægt er að kaupa miða um vefsíðuna www.midi.is

bhg

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?