Trompetleikari Of Monsters and Men og trommuleikari Sálarinnar á Tónum við hafið í kvöld

Hljómsveitin Vikivaki
Hljómsveitin Vikivaki
Hljómsveitin Vikivaki heldur tónleika á Tónum við hafið, í Þorlákshöfn í kvöld
Hljómsveitin Vikivaki heldur tónleika á Tónum við hafið, í Þorlákshöfn í kvöld
 
Hljómsveitin samanstendur af tveim feðginum, þeim Erlu Stefánsdóttur og Stefáni S Stefánssyni saxófónleikara og þeim Ragnhildi Gunnarsdóttur trompetleikara og Gunnari Hrafnssyni kontrabassaleikara, en auk þeirra leika þeir Ásgeir Ásgeirsson gítarleikari/oud leikari og Jóhann Hjörleifsson trommuleikari.

 

Þó að hljómsveitin sé ný af nálinni (stofnuð 2012) þá eru hljómsveitarmeðlimir tónleikagestum á íslandi að góðu kunnir.  Þeir Gunnar og Stefán S hafa leikið saman í mörgum sveitum í gegnum tíðina Ljósin í bænum, Tívoli, Tamlasveitinni, Stórsveit Reykjavíkur svo nokkrar séu nefndar. Dætur þeirra hafa einnig látið til sín taka á tónleikasviðinu og hefur Ragnhildur verið meðlimur í Of monsters of men og hefur túrað heimin þveran og endilangann undanfarin tvö ár, Erla lauk burtfaraprófi frá FÍH fyrir nokkrum árum og hefur látið til sín taka á senunni í Reykjavík. Jóhann Hjörleifsson þarf ekki að kynna en hann hefur verið trommari Sálarinnar hans Jóns min í hartnær 15 ár leikið með Stórsveit Reykajvíkur og óteljandi fleiri sveitum. Ásgeir Ásgeirsson gítarleikari hefur verið mjög áberandi í tónlistarflóru undanfarin áratug eða svo og leikið með mörgum þekktum sveitum og söngvurum m.a. Páli Óskari, Ragheiði Gröndal, Sóldögg en aðallega hefur hann verið þekktur fyrir jazzgítarleik sinn síðari ár.

Hljómsveitin Vikivaki leikur íslensk þjóðlög og laglínur í jazz og popp búningi útsett af þeim Gunnari og Stefáni S.

Tónleikarnir verða í Versölum, Ráðhúsi Ölfuss í Þorlákshöfn og hefjast klukkan 20:00.

Miðaverð 1.500 krónur. Ókeypis fyrir börn yngri en 12 ára í fylgd með fullorðnum.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?