Tvær deiliskipulagstillögur í Gljúfurárholti

Uppdráttur fyrir land 8
Uppdráttur fyrir land 8

Tillaga að deiliskipulagi fyrir Gljúfurárholt land 8 og land 9, 816 Ölfus.

Tillaga að deiliskipulagi fyrir Gljúfurárholt land 8 og land 9, 816 Ölfus. Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010, hefur bæjarstjórn Sveitarfélagsins Ölfuss, þann 30.01.2020, samþykkt tillögu að deiliskipulagi fyrir lönd 8 og 9 Gljúfurárholti. Málsmeðferð er skv 41. gr. skipulagslaga.

Gljúfurárholt land 8 (199502)
Deiliskipulagt er landbúnaðarlandið Gljúfurárholt land 8 Í Gljúfurárholti Ölfusi ásamt hluta úr jörð Gljúfurárholt 171707. Landið hefur ekki verið deiliskipulagt áður. Svæðið er 4,4 ha að stærð. Á því skal byggja eitt íbúðarhús Í1, 250 m2 á einni eða tveimur hæðum. Hámarkshæðir eru 10 m. Hesthús og skemmu L1, 1.800 m2 að stærð. Tækjaskemmu L2, allt að 450 m2. Byggingar skulu rúmast innan byggingareits og fylgja nýtingarhlutfalli aðalskipulags.

Gljúfurárholt land 9 (199503)
Deiliskipulagt er landbúnaðarlandið Gljúfurárholt land 9 Í Gljúfurárholti Ölfusi.
Landið hefur ekki verið deiliskipulagt áður. Landið er 17,4 ha að stærð. Á því skal byggja þrjú íbúðarhús Í1, Í2, og Í3, bílskúr og skemmu allt að 262 m2 og eitt frístundahús F1 allt að 162 m2 á einni eða tveimur hæðum. Hámarkshæðir eru 10 m. Byggingar skulu rúmast innan byggingareits og fylgja nýtingarhlutfalli aðalskipulags.

Deiliskipulögin tvö eru í samræmi við aðalskipulag Ölfuss 2010-2022. Fjarlægð húsa frá Hvammsvegi hefur hlotið undanþágu hjá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Lagning frárennslislagna og rotþróar er á ábyrgð landeiganda. Staðið skal að framkvæmdum eins og lýst er í leiðbeiningariti nr. 03/01 frá Umhverfisstofnun og í samráði við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands. Svæðið er innan þjónustusvæðis slökkviliðs Hveragerðis.

Deiliskipulagstillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofum Ölfuss að Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn, og á heimasíðu frá og með 3. febrúar til og með 20. mars 2020. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera skriflegar athugasemdir innan þess tíma. Athugasemdum má skila á bæjarskrifstofum sveitarfélagsins eða á skipulag@olfus.is merkt „Gljúfurárholt 8 og 9“. Þeir sem ekki gera athugasemdir við deiliskipulagið innan tilskilins frests teljast samþykkir því.

Deiliskipulagsuppdráttur fyrir Gljúfurárholt land 8 og 9

Skipulag er auglýst í Dagskrá Suðurland og Lögbirtingi.
Skipulags- og byggingarfulltrúi

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?