Tveir Þorlákshafnarbúar valdir í drengjalandslið Íslands í körfuknattleik

emil_halldor
emil_halldor
Frændurnir Emil Karel Einarsson og Halldór Garðar Hermannsson frá Þór Þorlákshöfn hafa verið valdir í drengjalandslið Íslands í körfuknattleik. 

 

Frændurnir Emil Karel Einarsson og Halldór Garðar Hermannsson frá Þór Þorlákshöfn hafa verið valdir í drengjalandslið Íslands í körfuknattleik.  Emil mun taka þátt í Norðurlandamóti  U18 í Svíþjóð og Evrópumóti U18 í Bosníu.  Halldór mun taka þátt í alþjóðlegu móti í Danmörku með U15 ára drengjalandsliðinu.  Þeir hafa báðir æft vel og eru tilbúnir í verkefnið.   Emil hefur Norðurlandameistaratitil að verja með sínu landsliði en hann var fyrirliði í U16 ára liðinu sem varð Norðurlandameistari 2010.   

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?