Tveir Þórsarar á frjálsíþróttamóti Reykjavíkurleikanna

Styrmir Dan
Styrmir Dan

Þau Eva Lind Elíasdóttir og Styrmir Dan Steinunnarson úr Umf. Þór í Þorlákshöfn fengu boð um að taka þátt í frjálsíþróttakeppni Reykjavíkurleikanna sem fram fara um næstu helgi

Þau Eva Lind Elíasdóttir og Styrmir Dan Steinunnarson úr Umf. Þór í Þorlákshöfn fengu boð um að taka þátt í frjálsíþróttakeppni Reykjavíkurleikanna sem fram fara um næstu helgi.  Eva Lind keppir í 60m grindahlaupi og kúluvarpi, en hún varð einmitt Íslandsmeistari í þeirri grein í sínum aldursflokki , 18-19 ára, um síðustu helgi.  Styrmir Dan keppir í hástökki en hann setti  Íslandsmet í þeirri grein í flokki 14 ára í desember sl. stökk 1,90 m.

Athygli skal vakin á því að sýnt er beint frá Reykjavíkurleikunum á RÚV.

Ennfremur taka tveir Þorlákshafnarbúar þátt í danskeppninni, en það eru þau Lilja Rún Gísladóttir og Sölvi Viggósson Dýrfjörð.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?