Tvískiptar tunnur í boði fyrir lífrænt og óflokkað sorp

Frá og með 1. október verður hægt að panta sér tvískipta tunnu (240 l ) fyrir almennt og lífrænt sorp hér í Ölfusi. Stærra hólfið 60% er fyrir almennt sorp og minna hólfið 40% er fyrir lífrænt sorp. Með þessu verður auðveldara og betra að flokka lífrænt sorp hjá okkur.

Við hvetjum sem flesta að fá sér svona tunnu.

Það þarf að fara inn á íbúagáttina og panta þar. Tunnan kostar 21.000 kr. án vsk. Þeir sem hafa keypt tunnu eftir 1. janúar 2025 og ætla að skipta yfir í tvískipta fá 50% endurgreitt eða borga 10.500 kr. fyrir tvískiptu tunnunna.  Aðrir greiða fullt verð.  Þegar búið er að panta munu starfsmenn þjónustumiðstöðvar koma með tunnuna og taka þá gömlu.

Í október munu starfsmenn þjónustumiðstöðvarinnar fara í öll hús í sveitarfélaginu og afhenda íbúum körfu og eitt búnt af bréfpokum. Ef engin er heima munum við setja pokanna og körfuna við hurð og reynum að passa að þeir blotni ekki. Það skal tekið fram að sveitarfélagið útvegar bréfpoka í þetta eina skipti, síðan sjá íbúar um það sjálfir.

Við viljum hvetja fólk til að byrja að nota bréfpoka í staðinn fyrir maíspoka þar sem bréfpokarnir brotna mun betur niður.

 

Nánari upplýsingar veitir umhverfisstjóri á david@olfus.is

Davíð Halldórsson umhverfisstjóri Ölfuss

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?