Umferðaröryggisáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss 2023-2027

Um nokkurt skeið hefur verið unnið að umferðaröryggisáætlun fyrir Sveitarfélagið Ölfus og liggja nú fyrir drög að þeirri áætlun. Umsjón með vinnunni hafði Verkís og að vinnunni komu fjölmargir aðilar.

Samráðshópur með fulltrúum helstu hagsmunaaðila sveitarfélagins var skipaður og haldinn var samráðsfundur þar sem farið var yfir slysagreiningu og stöðu umferðaröryggis. Góðar umræður sköpuðust á fundinum, og mótuð var stefna áætlunarinnar og helstu markmið með gerð hennar. Í kjölfarið var skýrsla unnin af Verkís sem var svo yfirfarin af skipulagsfulltrúum og samráðshópi. Áætlunin er nú birt hér á heimasíðu sveitarfélagsins til kynningar fyrir íbúa og gefst íbúum nú tækifæri til að koma á framfæri athugasemdum. Athugasemdir skulu sendar til Kristinu Celesova á netfangið kristina@olfus.is ekki síðar en 28.ágúst 2023.

Umferðaröryggisáætlun 2023-2027

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?