Umhverfisverðlaun Ölfuss 2012 afhent

Myndir frá íbúaþingi 2012
Myndir frá íbúaþingi 2012
Umhverfisverðlaun 2012

Umhverfisverðlaun Ölfuss 2012 voru afhent þriðjudaginn 25 september í ráðhúsi Ölfuss.

 

Umhverfisverðlaun Ölfuss 2012 voru afhent þriðjudaginn 25 september í ráðhúsi Ölfuss.

 

Þetta árið voru veitt verðlaun fyrir fallegasta býlið í Ölfusi og snyrtilegasta fyrirtækið í Þorlákshöfn.

 

Viðurkenningu fengu, fyrir fallegustu býlin: Jón Hólm Stefánsson og Rósa Finnsdóttir en þau reka ferðaþjónustu og skógræktarbýli að Gljúfri, Margrét Stefánsdóttir og Ólafur Hafsteinn Einarsson en þau reka hrossaræktarbúið á Hvoli og Ólafur Njálsson en hann rekur Garðyrkjustöðina Nátthaga. Nátthagi var valin fallegasta býlið í Ölfusi 2012.

 

Frostfiskur var valið snyrtilegasta fyrirtækið í Þorlákshöfn, en Frostfisk reka bræðurnir Steingrímur og Þorgrímur Leifssynir.

 

Allir þessir aðilar eru vel að viðurkenningunum komin og óskum við þeim til hamingju.

 

Veiting umhverfisverðlaunanna var haldin í tengslum við íbúafund um umhverfisstefnu fyrir sveitarfélagi. Góðar umræður sköpuðust á fundinum og munu niðurstöður umræðuhópa verða notaðar við myndum umhverfisstefnu í Ölfusi.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?