Umhverfisverðlaun Ölfuss 2017

For­seti Íslands, Guðni Th. Jó­hann­es­son, og Magnes Magnús­dótt­ir við verðlauna­af­hend­ing­una. …
For­seti Íslands, Guðni Th. Jó­hann­es­son, og Magnes Magnús­dótt­ir við verðlauna­af­hend­ing­una. Mynd fengin af vef mbl.is.

Umhverfisverðlaun Ölfuss 2017 voru afhent í gær, Sumardaginn fyrsta við hátíðlega athöfn í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi.
Magnea Magnúsdóttir, umhverfis- og landgræðslustjóri Orku Náttúrunnar hlaut Um­hverf­is­verðlaun Ölfuss 2017 fyr­ir brautryðjenda­verk­efni við upp­græðslu á Hell­is­heiði. Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra afhenti Magneu verðlaunin en Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands var einnig viðstaddur athöfnina.

Samkvæmt upplýsingum frá Orku Náttúrunnar felur verk­efni Magneu í sér að nýtt­ur er staðar­gróður til að græða upp svæði sem var raskað við virkj­un­ar­fram­kvæmd­ir á Hell­is­heiði eða önn­ur um­svif fyrr á tíð. Ávinn­ing­ur­inn er sá að ásýnd svæðanna verður svipuð því og áður en raskið varð og til þess nýt­ir Magnea gjarna mosa eða ann­ar móa­gróður, sem set­ur mark sitt á um­hverfið.

Dagný Magnúsdóttir listakona, sem rekur glerlista- og kaffihúsið Hendur í Höfn hannaði verðlaunagripinn. Hugmyndafræði Magneu í landgræðslu var innblástur Dagnýjar að gripnum.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?