Umhverfisverðlaun Ölfuss veitt á sumardaginn fyrsta

Á hátíðardagskrá á Reykjum í Ölfusi verða veitt auk umhverfisverðlauna Hveragerðisbæjar, umhverfisverðlaun Sveitarfélagsins Ölfuss

 

Opið hús verður í Landbúnaðarháskóla Íslands á Reykjum í Ölfusi á sumardaginn fyrsta.

Skólinn er opinn frá kl. 10 til 18. Í aðalbyggingu skólans fer fram Íslandsmeistarakeppni í blómaskreytingum og eru allir velkomnir til að fylgjast með keppendum að störfum. Sumarið er komið í garðskálanum og hægt er að heimsækja hitabeltið í bananahúsinu og pottaplöntusafninu. Verkefni nemenda í skrúðgarðyrkju verða til sýnis í verknámshúsi. Kaffiveitingar og markaðstorg með garðyrkjuafurðir. Kl. 13:30-14:40 verður hátíðardagskrá (sjá neðar) þar sem afhent verða garðyrkjuverðlaun LbhÍ,  Umhverfisverðlaun Hveragerðisbæjar og Umhverfisverðlaun Sveitarfélagsins Ölfus.

Umhverfisverðalun Ölfuss eru veitt fyrir einstakt framtak á sviði umhverfismála þar sem horft er til fyrirtækja, stofnana og einstaklinga innan sveitarfélagsins sem láta sig umhverfismál varða, hafa mótað sér umhverfisstefnu eða á annan hátt verið til fyrirmyndar hvað umhverfismál varðar.

Hátíðardagskrá á Reykjum í Ölfusi

19. apríl 2012 kl. 13:30—15:50

 

Fundarstjóri:  Björgvin Örn Eggertsson

13:30 – 13:35            Setning  - Björn Þorsteinsson, rektor kennslumála LbhÍ

13:35 – 14:00            Garðyrkjuverðlaun 2012 -

                                    Mennta– og menningarmálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir

14:00 – 14:30            Tónlistaratriði 

14:05 – 14:20            Umhverfisverðlaun Hveragerðis -

                                    Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson

14:20—14:25            Tónlistaratriði

14:25– 14:40             Umhverfisverðlaun Sveitarfélagsins Ölfuss -

                                    Fyrsti þingmaður Suðurlands, Björgvin G. Sigurðsson

Hlé

15:30 – 15:50            Íslandsmeistarakeppni í blómaskreytingum, verðlaunaafhending -

                                   Guðríður Helgadóttir, staðarhaldari Reykjum

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?